Full stack developer

Trackehr er hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í lausnum fyrir heilbrigðisgeirann.

Fyrirtækið vinnur nú í þróun vara sem bæta upplýsingagjöf til sjúklinga og auka skilvirkni innan sjúkrastofnana. Fyrir þau verkefni viljum við ráða til okkar öflugan Full Stack forritara sem hefur menntun og reynslu í hugbúnaðargerð. Við leggjum mikla áherslu á nútímavædda hugbúnaðarþróun og notum því Agile verkferla og samfellda hugbúnaðarþróun (e. Continuous Development). Samhliða þróunarvinnu mun viðkomandi sinna áframhaldandi innleiðingu slíkra aðferða.

Hæfniskröfur:

 • B.Sc. eða M.Sc. gráða í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða sambærilegri menntun.

 • Reynsla af þróun smáforrita fyrir Android og iOS.

 • Góð þekking á gagnagrunnsforritun.

 • Almenn þekking á vefsíðuforritun.

 • Reynsla af smíði forritaskila (e. APIs).

 • Þekking á helstu Agile aðferðafræðum.

 • Reynsla af kóðastýringu með Git.

 • Framúrskarandi samskiptahæfni, frumkvæði og vilji til að miðla þekkingu.

 

Reynsla af eftirfarandi er jafnframt kostur:

 • Þekking á Flutter og/eða React Native.

 • Reynsla af serverless lausnum á borð við Google Firebase.

 • Reynsla af auðkenningarlausnum Auðkennis.

Fyrir umsóknir sendið ferilskrá og kynningarbréf á contact@trackehr.is. Öllum umsóknum verður svarað.

© 2019 by trackehr